Gagnadrifið öryggisstjórnunarkerfi fyrir fiskiskip

Alda auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála til sjós á stafrænan máta og samræmir áherslur í öryggismálum um borð í skipaflota útgerða

Framtíðin í öryggismálum á sjó byrjar hér

Öryggismál fiskiskipa á einum stað

Alda öryggi er hugbúnaðarlausn sem gjörbreytir öryggismenningu um borð í þeim skipum sem eru að nota lausnina.
Alda öryggi færir öryggismál til sjómannanna sjálfra í stað þess að öryggismál voru áður á ábyrgð og hendi fárra um borð og með því virkja sjómennina sjálfa í að huga að öryggismálum skipsins.
Alda öryggi býr til gagnsæi í öryggismálum sem kallar á eftirfylgni útgerðar með atriðum sem koma beint frá sjómönnunum sjálfum. Á hinn veginn er öll eftirfylgni útgerðamannsins mikið meiri, þar sem útgerðarmaðurinn getur fylgst með framgangi mála og bætt í ef þurfa þykir.

Öryggisplan skipsins

Aldan gerir allt utanumhald um öryggisplön skipa auðveldari og aðgengilegri fyrir sjómenn.

Neyðaráætlun skipsins

Aldan tryggir að nákvæmar verklagsreglur, rýmingarleiðir og staðsetning öryggisbúnaðar séu alltaf uppfærðar og aðgengilegar.

Úttektir

Aldan gerir sjómönnum kleift að framkvæma og skrá reglulegar úttektir á skilvirkan máta.  

Öræfingar

Aldan veitir skipulagða umgjörð utan um framkvæmd öræfinga sem er til þess fallin að virkja notendur kerfisins.

Samstarfsaðilar okkar

Notendaprófanir á Öldunni hófust í febrúar 2023 og hafa áhafnarmeðlimir útgerða í prófunum verið virkir þátttakendur í þróun Öldunnar.

Þetta hefur skilað sér í aukinni öryggisvitund sjómanna og öryggismenningu um borð í fiskiskipum. 

341

Æfingar

500

Úttektir

326

Nýliðaþjálfanir

Við ætlum að nútímavæða öryggisstjórnun til sjós með nýsköpun og stafrænum lausnum í samvinnu við íslenska sjómenn og útgerðir og gera öryggismál sjómanna eina af grunnstoðum í kísildal íslensks sjávarútvegs..

Alda ehf © 2023 Allur réttur áskilinn